Göngubrú yfir Kringlumýrarbraut!

Göngubrú yfir Kringlumýrarbraut!

Hugmyndin snýr að því að bæta samgöngur fyrir gangandi vegfarendur yfir Kringlumýrarbrautina til að tengja betur saman Hlíðahverfi og Háaleiti á kaflanum milli gatnamóta Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar og Kringlumýarbrautar og Háaleitisbrautar.

Points

Brýnt er að auka öryggi gangandi vegfarenda yfir Kringlumýrarbraut á þessum vegkafla. M.a með tillitil til barna sem stunda íþróttir og frístundir báðum megin við þessa stóru umferðargötu. Best væri að fá gögnubrú með grashljóðmön og strætóstoppi sitthvorum megin við eins og er td. niður við Kringlumýrarbraut/Borgartún.

Með því að setja upp göngubrú yfir Kringlumýrarbraut og tengja hana með göngustígum er t.d. komin göngu og hjólaleið frá Hvassaleiti/Kringlunni alla leið upp í Kennaraháskólann og Tækniskólann án þess að fara þurfi yfir stórar umferðargötur.

Faghópur umhverfis- og skipulagssviðs hefur skoðað þessa hugmynd og telur hana ekki tæka í kosningu um Betri hverfi af tveimur ástæðum. Hugmyndin sprengir fjárhagsrammann og er þar að auki ekki inni á skipulagi. Hópurinn mælist til að við endanlega uppstillingu hugmynda til kosningar verði þessari hugmynd vísað inn í umræðu um væntanlegt hverfisskipulag.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information