Hleðslustöðvar fyrir rafbíla á ljósastaura

Hleðslustöðvar fyrir rafbíla á ljósastaura

Þar sem rafmagnsbílar og plug-in-hybrid bílar verða æ algengari í umferðinni er kominn tími að huga að lausnum fyrir þá bíleigendur sem ekki búa í sérbýli eða með sérmerkt bílastæði. Setja á upp innstungur á ljósastaura í hverfinu sem gefur eigendum slíkra ökutækja, tækifæri á að hlaða bíla sína nálægt heimilinu.

Points

Það hefur reynst erfitt fyrir fólk í fjölbýli og þá sem ekki hafa aðgang að sérmerktu stæði nálægt heimili, að hlaða bíla sína þegar þeir dvelja heima við. Það væri því tilvalið að skoða möguleika á því að útbúa tengla á ljósastaura í íbúagötum þar sem fólki gefst kostur á því að stinga ökutækjum í samband til að hlaða þá. Hugsanlegt væri að hafa gjaldtökukerfi tengt þessu.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information