Umferð við Bústaðaveg

Umferð við Bústaðaveg

Sting uppá því að afrein frá Grensásvegi inn á Bústaðaveg verði sett að nýju. Mjög hættulegt ástand skapast þarna á gatnamótunum þegar umferð er mikil. Lengt hefur verið í umferðaljósunum en það lagar ekki ástandið: Þeir sem koma niður Grensásveginn halda áfram að keyra inn á gatnamótin (beygja til vesturs) eftir að ljósin eru orðin gul eða rauð . Þeir sem koma upp Eyrarlandið og beygja til vesturs bíða þá og komast ekki fyrr en ljósin eru orðin rauð. Þannig eru 3-4 bílar sem aka yfir á rauðu.

Points

Mætti alveg laga beyjuakreinina sem liggur af Bústaðaveginum og inn á Grensásveginum. Þessi beygju akrein er í dag hættulegti en hún var fyrir breytingu. þetta mætti alveg laga.

Af þeim breytingum sem gerðar voru á Grensásveginum var þessi áberandi verst. Gjörsamlega glórualaust, eykur umferð og skapar meiri mengun.

Til þess að afstýra slysi á gatnamótum Bústaðavegar/Grensásvegar/Eyrarlands þar sem ekið er móti rauðu ljósi á hverjum degi í mestu umferðinni. Mætti reyndar líka setja upp beygjuljós fyrir þá sem eru fyrir neðan Bústaðaveg.

Eftir breytingar á Grensásvegi er nánast ómöguleg að komast upp úr Eyrlandinu til vesturs inn á Bústaðarveg nema á rauðu ljósi sem er óásættanlegt fyrir okkur íbúana í Fossvoginum

"Fólk keyrir yfir á rauðu ljósi svo við skulum breyta skipulaginu til að þóknast þeim." Væri ekki nær að fá lögregluna til að vera með eftirlit þarna endrum og sinnum og sekta þá sem brjóta lögin. Þá ætti vandamálið að vera úr sögunni. Eða að setja upp sérstök beygjuljós, í það minnsta ekki draga úr öryggi gangandi vegfarenda.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information