Biðskyldulína á Kambsvegi við Dyngjuveg

Biðskyldulína á Kambsvegi við Dyngjuveg

Þörf er á að bæta öryggi hjólreiðamanna sem koma frá Kambsvegi og hjóla inn á Dyngjuveg eða yfir Dyngjuveg. Staðan er núna þannig að bílar og strætó sem koma úr sunnanátt á Dyngjuvegi stoppa sjaldan sem aldrei við Kambsveg. Þetta er hættulegt og það er ekki verið að virða hægri rétt þeirra sem koma frá Kambsvegi.

Points

Það er ekki verið að virða hægri rétt á Dyngjuvegi við Kambsveg. Hvorki strætó né bílstjórar virða biðskyldu og það er oft hættulegt fyrir hjólreiðamenn sem koma frá Kambsvegi og eru með hægri rétt.

Þarna, sem og víða annars staðar í hverfinu, er hægri reglan þverbrotin margoft á dag vegna vanþekkingar ökumanna. Hér má gjarnan bæta við biðskyldu sem og alls staðar annars staðar þar sem hægri reglan er við lýði í hverfinu.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information