Betri umferðarljós í Nóatúnsbrekkunni

Betri umferðarljós í Nóatúnsbrekkunni

Þegar komið er upp brekkuna frá Borgartúni yfir ljósin á Laugavegi er mjög erfitt að sjá umferðarljósin þegar bíll er fyrir framan mann. Þarna þyrfti að setja hangandi ljós yfir umferðina eða staðsetja staura á báðum hornum á móti.

Points

Ég hef oft keyrt þessa leið þegar ég vann í Borgartúni. Alltaf lenti ég í vandræðum þarna með að sjá ljósin, og hvort bíllinn á undan myndi ná yfir eða ekki og þá ekki síst hvort ég ætti að fylgja honum eða stoppa áður en ég væri komin upp á gangbrautina.

Það er mjög óþægilegt að vita ekki hver staðan er. Stundum nær maður að sjá ljósin í gegnum rúðurnar á bílunum, en það er engan veginn nóg. Styð þetta heilshugar!

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information