Slysahætta við þrengingu á Réttarholtsvegi

Slysahætta við þrengingu á Réttarholtsvegi

Þessi þrenging skapar ekkert annnað en hættu á þessum stað, fólk keppist við að komast á undan yfir og fylgist þar af leiðandi ekkert með gangandi vegfarendum sem fara þar um. Breikka þessa þrengingu og gera að hefðbundnum göngu ljósum og hraðahindrun.

Points

Fer þarna um næstum daglega. Fólk virðist ekki skilja að umferðin úr norðri hefur forgang. Fólk bæði svínar á umferð úr norðri og stoppar þegar það á forgang. Spurning hvort sé hægt að settja hreinlega biðskyldumerki þarna.

Það má minna á að þessi þrenging er gerð í samvinnu umferðaryfirvalda í Reykjavík og Foreldrafélags Breiðagerðisskóla að undangenginni umfangsmikilli könnun á gönguleið barna í skólann.

Þessi þrenging skapar ekkert annnað en hættu á þessum stað, fólk keppist við að komast á undan yfir og fylgist þar af leiðandi ekkert með gangandi vegfarendum sem fara þar um. Breikka þessa þrengingu og gera að hefðbundnum göngu ljósum og hraðahindrun.

Annað vandamál við þessa þrengingu er að fólk virðir ekki að umferðin sem kemur úr norðri á forgang. Ég hef meira að segja séð lögregluna stoppa til að hleypa umferð úr hinni áttinni yfir.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information