Körfuboltavöllur við Hlíðaskóla

Körfuboltavöllur við Hlíðaskóla

Malblikaður körfuboltavöllur við Hlíðaskóla hefur sungið sitt siðasta. Íbúar í hverfinu eiga betra skilið, öryggi þeirra sem nýta sér völlinn er ekkert. Sprungið undirlag og rætur standa upp úr malbiki. Það er til frábær lausn! Körfuboltavöllur með dúkundirlagi eins og finnst á morgum stöðum í Reykjavík. Nýr völlur stuðlar að heilbrigðum lífstíl, andlegum og líkamlegum, og jú eykur vonandi útiveru þeirra sem mest þurfa á því að halda.

Points

Núverandi körfuboltavöllur er satt best að segja slysahætta. Á vellinum er mikið af sprungum og hættulegu malbiki til körfuboltaiðkunar. Síðastliðið sumar var stór og þéttur hópur ungling sem nýtti sér körfuboltavöllinn. Það er augljóst að það þarf að bæta þessa aðstöðu. Við teljum að með nýjum endurbættum velli eins og er við Hagaskóla í Vesturbæ gæti körfuboltaáhugi í hverfinu aukist töluvert og fleiri ungmenni fundið sig í skipulögðu frístunda- og félagsstarfi. Þetta er algjör nauðsyn!

Þegar ég flutti í Hlíðarnar 1984 var fótboltavöllur við Hlíðaskóla á malbiki sem lá í brekku þ.e. hann hallaði frá suður niður í norður. Honum var breytt í sparkvöll á gervigrasi og hallinn tekinn í burtu því það sáu allir hversu fáranlegt það var að spila á velli þar sem boltinn rúllaði alltaf í aðra áttina. Núverandi körfuboltavöllur býr við það sama þ.e. ekki er hægt að spila körfubolta því ómögulegt er að hlaupa og drippla vegna allra sprungnanna á malbikinu.

Styð þetta heilshuga - minn ungi maður mun án efa eyða meiri tíma þarna við skotæfingar og útiveru í hamingjukasti. Svona völlur er "must have" fyrir unga fólkið okkar.

Um leið mætti setja upp skilti þar sem tekið er fram að ekki megi raska svefnfriði og því megi ekki spila körfubolta eftir kl. 11 á kvöldin.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information