Hægri umferð á göngustígum í Elliðaárdal og víðar.

Hægri umferð á göngustígum í Elliðaárdal og víðar.

Hægri umferð tekin upp á göngustígum þar sem ekki eru aðskildir sér göngu- og hjólreiðastígar. Göngustígum yrði skipt með punktalínu til tveggja helminga líkt og núverandi hjólreiðastígar, og hægri umferð gefin til kynna með skiltum eða örvum í malbiki.

Points

Afskapleag góð hugmynd og þörf umræða. Finnst það reyndar liggja í augum uppi að fólk haldi sig hægra megin þar sem hægri umferð er á Íslandi en það er alveg greinilegt að svo er ekki og miðlína gæti hjálpað til í þessu samhengi.

Það er núna hægri umferð á sameiginlegum göngu -og hjólastígum

Það er hægri umferð í Elliðaárdal, en hjólreiðafólk hangir á því, að það séu sér hjólastígar. Vegna þess að borgin hafði ekki rænu á að fræsa burt gömlu strikin á stígunum sem gáfu til kynna aðskylda umferð gangand og hjóla.Þau eru orðin mjög dauf, strikin. Fyrir bragðið er bæði hægri og vinstri umferð á stígum í Elliðaárdal. Það kallar á ófrið í dalnum. Hef oft lent og fleirri í rimmu við hjólafólk. Það þarf að gera eitthvað í þessu STRAX.

Ef tekin yrði upp hægri umferð á göngustígum mætti fækka óþægilegum uppákomum milli hjólandi og gangandi vegfarendum (með og án hunda). Ekki væri lengur spurning hvoru megin hraðfara vegfarendur eigi að fara fram úr þeim sem hægar fara, auk þess að umburðarlyndi milli vegfarenda myndi vonandi aukast. Sem dæmi þá er slíkt kerfi í Edmonton í Kanada (sjá mynd) og fannst undirrituðum ríkja miklu umburðarlyndara andrúmsloft milli vegfarenda hvort sem þeir voru gangandi, hjólandi, hlaupandi o.s.frv.

Þetta er enginn spurning drífa í þessu þó fyrr hefði verið og sérstaklega þörf á þessu í framhaldi af nýuppgerðum Rafsöðvarvegi þar sem hjólaumferðin mun færast þangað, þarf að miðjumerkja stíginn með Bæjunum og alveg upp í Víðidal. Fáránlegt að venja sem dæmi krakka ekki bara starx á að vera til hægri og fara framúr á vinstri sem er sama og við notum í umferðinni. það væri allt líf á göngustígum bæjarinns svo mikklu betra ef allir væru á hægri akreininni.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information