Vindbrjótur eða hljóðmön við Víkurveg (fyrir neðan N1)

Vindbrjótur eða hljóðmön við Víkurveg (fyrir neðan N1)

Umferð um víkurveg hefur aukist töluvert með tilheyrandi hávaða. Einnig er opið svæði fyrir neðan veginn og því er húsabyggðin næst víkurvegi tiltölulega óvarin fyrir vindum.

Points

Hugmynd þessi var metin tæk af umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar. Hugmyndin fór í framhaldi fyrir hverfisráð. Lokaniðurstaðan er sú að þessi hugmynd er ein af þeim 25 sem kosið verður um í haust 2018 í þínu hverfi. Hér má sjá lista yfir þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 17.- 30. október nk. www.hverfidmitt.is Í kosningunni getur þú stjörnumerkt þína uppáhalds hugmynd og gefið henni þannig tvöfalt vægi!

Takk fyrir að koma fram með þessa hugmynd, ábyggilega margir íbúar gengið með hana í kollinum í mörg ár og ég styð þetta gróðurátak heilshugar enda mikið þarfaverk. Stórbíla stæðið inni í miðri íbúðagötu er tímaskekkja.

Umferð um víkurveg hefur aukist töluvert með tilheyrandi hávaða. Einnig er opið svæði fyrir neðan veginn og því er húsabyggðin næst víkurvegi tiltölulega óvarin fyrir vindum. Gott væri að gróðursetja tré á svæðið fyrir neðan N1 og niður að Hallsvegi.

Veghúsin eru vindbrjótur Grafarvogsins í ákveðnum áttum, vígaleg tré væru kærkomin til að það yrði ekki jafn slæmt :)

Með gróðursetningu trjáa á þessu svæði verður ekki aðeins minna rok og hávaði í nærliggjandi götu heldur einnig yrði svæðið fallegra fyrir augun. Nú sést t.d. mjög vel í vinnuvéla-bílastæðið sem er fyrir neðan N1 og er það mikið lýti sem mætti bæta með auknum gróðri, t.d sígrænum trjám.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information