Þrengingar og hraðahindranir í Eskihlíð

Þrengingar og hraðahindranir í Eskihlíð

Setja þrengingar og fjölga hraðahindrunum í Eskihlíð (svipað og er gert í Hamrahlíð) til að hægja á umferð og fjölga stæðum.

Points

Það er mikil umferð sem fer um Eskihlíðina oft bílar sem eru að stytta sér leið með því að bruna í gegnum hverfið. Í götunni er leiksóli (eins annar við Engihlíð) sem myndi að öllum líkindum vilja minni og hægari umferð í götunni auk þess er vert að benda á að það eru aðallega fjölbýlishús í götunni og oft er bílastæðaskortur.

Í götunni eru tvær hraðahindranir sem bera allann keim af gangbrautum og tel ég að það eigi að gera þær að gangbrautum með eðlilegum merkingum. Bæta ætti við hraðatakmörkunum í götunni til viðbótar þeim sem þar eru. Því miður er nokkuð um gegnumakstur þar sem ökumenn eru að forðast þunga umferð á Miklubraut.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information