Hundagerði á Klambratúni

Hundagerði á Klambratúni

Hundagerði á Klambratúni

Points

Hundaeign er orðin mikil í Reykjavík, ekki er hægt að horfa fram hjá því að hundar eru orðnir partur af borgarlífinu. Það er öllum til hagsbóta, bæði hundaeigendum og ekki síður þeim sem ekki eiga hunda að horfast í augu við þá staðreynd. Sérstök hundagerði auka öryggi allra og uppsetning þeirra þarf ekki að vara dýr í framkvæmd.

margir eru hræddir við hunda og útivistarsvæði eru ekki mörg í reykjavík. ég segi borgin fyrir fólkið og dýrin eiga ekki heima í borg.

Kæra Sunna, Það eru fleirri hundar sem bíta ekki lítil börn, en sem bíta. Það er greinilegt að þín skoðun á hundahaldi sé algeng í Reykjavík. Mér finnst rökræða þín líkt og 'sumt fólk drekkur og keyrir -bönnum ÖLLUM að aka. Maður fer heldur ekki út úr húsi án þess að finna fyrir mengun frá þeim, og svo fylgir þeim líka mikil læti'. ?

Klambratún er útivistarperla sem er allt of lítið notuð. Eins og er virðast hundaeigendur vera þeir sem nota túnið hvað mest. Víða erlendis eru hundagerði í almenningsgörðum, allt í sátt og samlyndi við aðra starfsemi í görðunum, því ekki eins í Reykjavík? Í Vínarborg eru 163 hundasvæði, samtals 1000km2 svæði (sjá tengil). Þar búa um 2.000.000 manna. Það væri svipað og að við hefðum 16 hundasvæði, samtals 100km2 svæði, á höfuðborgarsvæðinu. 1-2 hundasvæði er einfaldlega ekki ásættanlegt.

Þó að það sé þín skoðun, Sunna, að dýrin eigi ekki heima í borg, þá breytir það ekki þeirri staðreynd að hundaeign í borginni fer vaxandi. Það er ekki hægt að loka bara augunum fyrir því að margir borgarbúar velji þann lífsstíl að eiga hund. Það væri líkt og ég segði "bönnum öll mótorhjól í borginni!" af því að mér bregður þegar mótorhjól keyra framhjá mér. Við borgarbúar verðum að reyna að lifa í sátt og samlyndi og taka tillit til þess að það eru ekki allir með sömu áhugamál. Við hundaeigendur erum líka íbúar í þessari borg og eigum rétt á því að vera hér með hundana okkar. Við greiðum hundaleyfisgjöld, yfir 30 milljónir á ári í Reykjavík og meira en 20 milljónir á ári í hinum sveitarfélögunum. Þrátt fyrir allan þennan pening eru engin hundagerði í borginni. Það verður að bæta úr þessu.

nei þá er kannski betra bara að flytja börnin úr borginni. maður fer varla út úr húsi án þess að sjá hunda hland í snjónum og því miður ekki allir eigendur hunda sem hyrða úrganginn eftir dýrin, eins og uppálagt er að gera. ég held það sé enginn hræddur við mótorhjól þó fólki geti brugðið en að vera hræddur við hunda er allt annað mál, þú getur td kynnt þér fælni ýmiskonar, sem margir þjást af. Að lifa í sátt og samlyndi þarfnast málamiðlunnar beggjamegin frá en það er ekki þar með sagt að fólk þurfi að leggja blessun sína yfir hunda sem eru bannaðir á flestum stöðum þó þeir sjáist út um allt samt og ég ætla ekki að leggja blessun mína yfir það að lögin séu brotin. hundeigendum ber að fara að reglum og lögum eins og öðrum, mér er sama þó þú farir með hundinn þinn á snyrtistofu eða hvað þú eyðir miklu í hann, hann er ekki manneskja og verður það aldrei og hefur þess vegna ekki sama rétt og börn td sem sem eru í hættu vegna stórra skepna sem uppvís hafa verið undanfarið að því að ráðast á fólk og bíta það, en eins og sumir segja þá er víst beðið eftir fyrsta dauðaslysinu. ég veit ósköp vel að það er ekki í eðli allra dýra að drepa en sum dýr eru hættulegri en önnur, sérstaklega vegna stærðar sinnar og grimdar og það eru því miður fluttar inn allskyns hundategundir og þó svo sumir þeirra séu í lagi þá eru alltaf skemmd epli innanum og fórnirnar eru einfaldlega of stórar til þess að færa. í borgum er stressandi andrúmsloft sem þessi dýr aðlagast ekki öll og það er illa gert að flytja dýr inn í þessar aðstæður ef fólk er ekki tilbúið að sjá vel um þau og því miður hefur það oftar en ekki viljað brenna við. það er staðreynd að dýrin eiga heima úti í náttúrunni hvað svo sem þér finnst um það. mannskepnan hefur oftar en ekki með eigingirni sinni þvingað lifandi og dauða hluti inn í sitt umhverfi til að fullnægja allskyns kenjóttum dyntum.

ég legg til að hundaeftirlit verði hert og að fólk fái aðeins að halda hund ef það getur sýnt fram á boðlegar aðstæður fyrir dýrin heima við, að eigendur hafi nægan tíma til að eyða með dýrinu, þeim sé vel sinnt og þau verði send í hundahlíðniskóla. að eftirlit með hundum verði hert til muna á allan hátt og það eftirlit sjái um að taka dýr úr umferð ef þurfa þykir áður en hætta skapast. með þessu móti væri hægt að fyrirbyggja að einhverju leiti árekstra og jafnvel að bjóða fólki uppá að halda dýr í borg með auknum skilningi eigenda á dýrinu sínu og þörfum þess. en ég sé það því miður ekki framkvæmanlegt með öðrum hætti. nú þegar eyðileggja fáir hundeigendur fyrir heildinni. að ætla að blanda saman fólki og ókunnugum dýrum sem eru ekki alltaf í jafnvægi finnst mér brjálæði og það er aðeins til að skapa eldfimar aðstæður sem enginn ræður við þegar á líður. þó svo að mörg dýr búi við öryggi og séu til fyrirmyndar á allan hátt, þá eru það þessar fáu undantekningar sem koma í veg fyrir að menn og hundar geti búið saman í samfélagi manna.

Auðvitað erum við ekki að bíða eftir fyrsta banaslysinu, guð minn góður. Nú á ég sjálf barn og að mínu mati er hollt fyrir börn að umgangast dýr og læra hvernig eigi að umgangast þau. Það er nauðsynlegt að þau læri það svo ekki komi upp aðstaða þar sem hundurinn verði hræddur og þurfi að verja sig. En ef við förum út í tölfræði þá eru mun fleiri sem slasast í umferðinni ár hvert en slasast af völdum hunda. Það er auðvitað sorglegt þegar upp koma slys af völdum hunda, en flest þeirra væri hægt að fyrirbyggja með aukinni fræðslu. Margir hundaeigendur eru mjög ábyrgir og eru líka mjög pirraðir yfir hundaskítnum sem liggur á götunum og ég er þar á meðal. Mér finnst það óþolandi og það kemur óorði á okkur hin sem fylgjum öllum reglum. En ég trúi því að ef komið er til móts við hundaeigendur með betri aðstöðu þá muni hundamenningin í borginni lagast smám saman.

Kæra Sunna, hvað leggur þú til að við gerum? Eigum við að sleppa öllum hundum lausum útí haga? Hundurinn hefur verið við hlið mannsins í sirka 15.000 ár, við berum sameiginlega ábyrgð á velferð þeirra þar sem mannkynið hefur gert hundinn háðan sér. Hland og skítur sem þú sérð í Reykjavik getur verið m.a. verið eftir, ketti, gæsir, menn og meira að segja stundum hesta. Flestir hundaeigendur eru mjög ábyrgir og vilja vel. Tilgangur með hundagerði er ekki eingöngu til þess að gefa vinum okkar svæði til þess að leika sér og fá hreyfingu heldur líka að halda þeim frá fólki eins og þér t.d. sem er hrætt við hunda. Þannig er engin leið að hundur í lausagöngu geti nálgast þig. Þetta er ekki allt svo svart og hvítt því miður, bara svona eða hinsegin. það er líka fjölmörg skemmd epli innan mannfólksins ef þú hefur ekki tekið eftir því. Mig þykir miður að þú hafir ekki fengið að njóta þeirra forréttinda að kynnast hundi... að mér heyrist.

Voðaleg forræðishyggja felst í þessum skrifum, Flestir þeir sem að halda hund hafa farið á téð námskeið. Eins er lang flestir Hunda eigendur góðir við dýrin sín en bæta mætti að fólk tyni upp eftir dýrin sín hef sjaldan heyrt önnur eins rök..... hefurðu verið bitin eða hvað???

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information