Hraðavaraskilti og/eða hraðahindrun á Miklubraut

Hraðavaraskilti og/eða hraðahindrun á Miklubraut

Setja upp hraðavaraskilti á Miklubraut í aksturstefnu til austurs, móts við Skógarhlíð/Eskihlíð; þ.e. þegar ekið er upp brekkuna undir brú til að hamla hraðakstri framhjá húsum. Í framhaldi verði sett upp hraðahindrun (sbr. t.d. Snorrabraut) í samráði við Vegagerð og helst einnig hraðamyndavél í samráði við Lögreglu. Æskilegt er einnig að lækka hámarkshraða á þessum kafla úr 60 km./klst. í 50 km./klst.

Points

Að setja hraðahindrun á þessa fjölförnustu götu borgarinnar er ekki sniðug leið. Að setja hraðamyndavél og lækka hámarkshraðann úr 60km/h niður í 50km/h (eins og sagt er í hugmyndinni) væri þó bráðsnjallt. Þeir sem keyra yfir löglegum hraða myndu því fá sek.

Hús við neðanverða Miklubraut standa nærri stofnæð og talsvert er um hraðakstur bíla sem koma úr Vatnsmýri utan álagskafla. Hraðavaraskilti er ódýr leið til að vekja athygli á leyfðum hámarkshraða og tilraun til að bæta öryggi í umferðinni. Æskilegt er að setja í framhaldi upp hraðahindrun og jafnvel hraðamyndavél.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information