Afnám hægri réttar

Afnám hægri réttar

Afnema hægri réttinn í hverfinu og koma fyrir biðskyldum

Points

Alveg hjartanlega sammála. Fólk sem þekkir ekki til stofnar öllum í hættu. Ég stoppaði einu sinni til að virða rétt þess sem kom mér á hægri hendi. Bílstjórinn fyrir aftan mig varð öskuillur tók fram úr mér flautaði og gaf mér fingurinn. Það var bara heppni að ekki varð slys úr.

Á þeim gatnamótum þar sem hægri rétturinn er ráðandi getur skapast hættuástand ef ökumenn eru ekki vissir hvaða umferðarregla gildir. Stundum er hægri réttur en stundum er biðskylda. Þetta er ruglandi og skapar hættu ef bílstjórar gera ráð fyrir hægri rétti án þess að athuga það þegar gatnamót nálgast. Auðvitað eiga bílstjórar að athuga málið í hvert skipti en það er ekki þannig. Æfingarakstur fólksbíla og rúta er algengur í hverfinu vegna hægri réttarins sem skapar óþarfa umferð.

Ekki spurning.

Algengur fylgifiskur þess að hægriréttur er afnumin er sá að umerðarhraði á aðlbrautum hækkar. Mæli frekar með því að setja upp skilti sem vísa í að hægri réttur gildi.

Mæli sterklega með þessu enda virðist það vera þannig að fæstir bílstjórar eru meðvitaðir um hægri regluna. Eins gott að planta biðskyldumerkjum þarna í staðinn til þess að minnka til muna árekstrarhættu. Það er undarlegt að það skuli ekki vera fjöldamargir árekstrar á dag í þessu hverfi vegna vanþekkingar á hægri reglunni.

Já þetta er alltof handahófskennt hér í hverfinu sumstaðar. Annaðhvort biðskylda, stoppmerki eða ekki neitt. Og virðist koma útsýni lítið við. Þarf að samræma þetta eitthvað.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information