Ný vatnsrennibraut /vatnaveröld í Árbæjarsundlaug

Ný vatnsrennibraut /vatnaveröld í Árbæjarsundlaug

Það er því miður orðin staðreynd að sundlaugar í nágrenni við Reykjavík eru orðnar miklu barnvænari heldur en nokkurntíman sundaugarnar í Reykjavík. Í Árbæjarlaug er tækifæri til að breyta þessu og hafa bæði inni og úti vatnaveröld fyrir börn. Fyrirmynd innisvæðis getur verið eins og vatnaveröldin er í Reykjanesbæjarlaug og útisvæði með fyrirmynd eins og Lágafellslaug í Mosfellsbæ. Það er svo margt hægt að gera við vatn og búa sér til leik úr , og í Árbæjarlaug eru ónýtt tækifæri

Points

Vantar góða, barnvæna laug á Höfuðborgarsvæðinu.

Mikið sammála þessu, Árbæjarsundlaugin er barn síns tíma og henni má breyta mikið til þess að gera hana betri fyrir alla. Það að hafa opið á milli sundlaugar og vaðlaugar rýrir gæði lauganna/skemmtunar af því að vaðlaugin er alltaf köld og það er lítil skemmtun að krókna úr kulda. Hætti að fara með soninn í hverfislaugina þegar hann varð blár af kulda og hef notið dásemda Lágafellslaugar í Mosó síðan þá - sú laug má teljast fullkomin og eitthvað sem er vænlegt að miða við.

Vantar flotta rennibraut fyrir börnin

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information