Betri nýtingarmöguleikar á Klambratúni

Betri nýtingarmöguleikar á Klambratúni

Klambratúnið allt þarf að skipuleggja upp á nýtt með þarfir nútímafólks í huga. Græn svæði eru mikilvæg í borgum en þau þarf að nýta vel; Klambratún einnig. Fjölga þarf bekkjum, bæta stíga, auka við rjóður og hólfa svæðið betur niður - svo eitthvað sé nefnt. Hér að neðan eru ýmsar tillögur vegna Klambratúns, beiðni um battavöll, gervigras, tennisvelli o.fl. Túnið þarf hins vegar að skipuleggja frá grunni áður en þar er komið fyrir einum eða öðrum íþróttavelli.

Points

Það vantar fleiri bekki svo fólk horft á börn leika sér. Einnig vantar vatn í þennan garð! Fallega tjörn með gosbrunni þar sem börn geta leikið með báta á sumrin og verið á skautum á veturna.

Útigrillið og borðin þar eru gríðarlega vinsæl. Það mætti bæta við fleiri slíkum svæðum og bæta salernisaðstöðu á þessu frábæra útivistarsvæði.

Klambratún er fjölsóttur staður en nýtist illa. Túnin eru stór og opin og þar er lítið um skjól miðað við hve svæðið er stórt. Barnafjölskyldur eru margar í nágrenni Klambratúns og þó ungbarnavöllurinn sé fínn nægir hann ekki til að mæta þörfum allra barna í hverfinu. Leik- og grunnskólabörn eru mörg í hverfinu auk þess sem framhaldsskólar eru í nágrenninu. Klambratún var sjálfsagt ágætt á þeim tíma sem það var skipulagt en nú þarf að endurhanna túnið með þarfir númafjölskyldna í huga.

Eini leikvöllurinn á túninu er við Miklubraut, sem er furðulegt. Það ætti að vera hægt að koma öðrum leikvelli fyrir annarsstaðar og fjölga grillum og bekkjum.

Alveg sammála. Klambratúnið verður einhver furðulegur bútasaumir sem færri njóta ef það verður sífellt troðið niður svona velli hér og svona velli þar. Það vantar heildræna sýn á þetta svæði og sjálfsagt að fást við allar minni tillögur við gerð slíks skipulags. Enda stóð alltaf til að skipuleggja túnið á sínum tíma, en það var raunar aldrei klárað.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information