Hagatorg : jólaþorp-grillaðstað-skautasvell

Hagatorg : jólaþorp-grillaðstað-skautasvell

Það hafa margir komið fram með mjög skemmtilegar hugmyndir um nýtingu á hringtorginu við Háskólabíó. Mig langar að bæta þar við og stinga upp á að sniðugt væri að hanna aðstöðu sem biði upp á að þarna væri hægt að setja upp lítið jólaþorp, flóamarkaði, hverfagrill ofl. ( ekki ósvipuð aðstaða og er að finna í Húsdýragarðinum eða í jólaþorpinu í Hafnarfirði ). Svo væri upplagt á veturna að vera með skautasvell í miðju torgsins.

Points

Styrkir tengsl íbúa hverfisins og skapar aðstöðu fyrir uppákomur og samveru í vesturbænum

Það er bara stórhættulegt að búa til ástæðu fyrir fólk að ganga yfir götuna

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information