Hljóðmön við Rauðarárstíg/Gunnarsbraut

Hljóðmön við Rauðarárstíg/Gunnarsbraut

Mjög gott væri að setja upp vörn fyrir gangandi/hjólandi á þessum gatnamótum, og lengra niður Gunnarsbraut 47-53. Myndi einnig auka gæði hljóðvistar, en nálægðin er of mikil við götuna, veldur hámarksmengun og hávaða.

Points

Það sárvantar að setja hljóðmön við hornið á Gunnarsbraut/Rauðarárstíg. Mikil fólksumferð er þarna. Í miklum rigningum eða slabbi, frussast götuvatn frá bílum sem eru þarna mjög margir og á ofsahraða. Yfirhafnir oft illa leiknar. Einnig er of mikill hávaði frá bílaumferð að húsum við þessa götu og mikið áreiti að því að sjá alla þessa hröðu bílaumferð. Rannsóknir sýna og, að það að búa við mikinn hávaða og mengun, getur flýtt fyrir alzheimer.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information