Göngustígar í Seljahverfinu

Göngustígar í Seljahverfinu

Samfelldur Seljahringur.

Points

Þegar genginn er svo kallaður Seljahringur. 5 kílómetra leið um Seljabraut, Jaðarsel og Skógarsel, verður fótgangandi æ ofan í æ að krossa umferðargöturnar. Gangbrautin liggur á misvíxl hér og þar. Bæði skapar þetta vissa hættu og er óþægilegt fyrir göngufólkið. Þessi leið er mjög vinsæl og fjölfarin. En einnig er umferð um göturnar ansi mikil. Það er því hugmynd mín að þeir stubbar sem uppá vantar að verði göngufærir séu þannig frágengnir að leiðin verði greið á sama kanti alla leið.

Er nýr í hverfinu og eitt af því fyrsta sem ég tók eftir að gangstígar eru fjölmargir í bútum. Eins og það hafi "gleymst" að leggja samfelldan göngustíg þar sem við á. T.d í Ölduseli þar sem fjölmörg börn þarfa að ganga til að fara í skólann. Norðan megin Öldusels vantar stóran legg sem mundi vera nokkuð góður á veturna þar sem öllum snjó er rutt af bílaplönum á göngustíginn sunnan Öldusels. Það neyðir börnin út á götu! Ætti að vera frekar basic að tryggja öruggar gönguleiðir fyrir börn.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information