Gangstétt upp Ásholt!

Gangstétt upp Ásholt!

Það hefur lengi vantað gangstétt upp Ásholt meðfram Þjóðskjalasafninu. Þar er bara möl og drasl, þrátt fyrir að þetta sé mikilvæg samgönguleið.

Points

Þarna ætti að vera gangstétt meðfram götu eins er nánast allstaðar annarsstaðar. Vegna þess að: - það er eðlilegt og auðvelt að setja gangstétt - þarna skapast hætta fyrir vegfarendur - mölin er beinlínis hindrun fyrir fólk sem er í hjólastól og með barnavagna - þetta er mikilvæg samgönguleið vegna þess að margar strætóleiðir stoppa við Suðurlandsbrautina og þarna er borðliggjandi tenging upp að Skipholti.

Frábær tillaga! Vantar fleiri gangstéttir í þennan hluta hverfisins til að efla tengingar fyrir gangandi vegfarendur.

Sammála, þarna vantar nauðsynlega gangstétt, báðum megin götunnar. Fjöldi gangandi fólks og umferð bíla hefur aukist mikið um Ásholt eftir að Stúdentaíbúðir risu. Nú er bílum lagt vestan megin götunnar þó þar séu engin bílastæði. Erfitt er að komast á göngustíg við aðalinngang í Ásholt nr. 4 - 42 vegna bíla sem er lagt þétt við götuna. Komi maður frá Brautarholti er eina leiðin að troðast yfir lóð Stúdentaíbúða til að komast í Ásholtið.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information