Sjósundsaðstaða við Laugarnestanga

Sjósundsaðstaða við Laugarnestanga

Heitur pottur og sturtuaðstaða fyrir sjósundsfólk líkt og er í Nauthólsvík.

Points

ahugavert adgreinandi skìrskotun til ùtlendinga.

Bætir, hressir og kætir 😊

Það er ekkert betra fyrir manneskjur í borg en að geta hoppað í sjó og sameinast þannig jörðinni. Það er heldur ekkert betra fyrir borg en að vera full af manneskjum sem hafa nýlega hoppað í sjó.

Sjósund er allra meina bót og færist í aukana að þessi íþrótt sé stunduð hjá Reykvíkingum. Sú aðstaða sem nú er til staðar fyrir sjósundsgarpa í Nauthólsvík er til fyrirmyndar en þar er þétt setið, sérstaklega á sumrin. Á Laugarnestanga er kjöraðstaða til að fá sér kaldan sundsprett en það vantar aðstöðu til að athafna sig og hita eftir á. Það er líka alveg ljóst að þetta yrði mikið sótt af ferðamönnum þannig að eftirspurnina vantar ekki.

Já takk :)

Eins hlynntur og ég er gagnvart sjósundi og annarri líkamsrækt/útivist óttast ég að sjósundsaðstaða á þessum stað gangi í berhögg við samþykkta verndaráætlun fyrir Laugarnestanga. http://www.minjastofnun.is/media/skjol-i-grein/laugarnes.pdf. Ágangurinn yrði of mikill á viðkvæma náttúru og myndi raska einu óspilltu fjörunni á norðurströnd Reykjavíkurborgar. Íhuga mætti aðstöðu til sjósunds við Skarfaklett þar sem fyrir eru manngerðar aðstæður.

Þó tanginn er verndaður eru svæði þar undanskilin og gert er ráð fyrir íbúaíhlutun. "Er þar tanginn að miklu leyti hverfisverndaður en svæðið í kringum íbúðarhúsin, götuna og sýningarsvæði höggmynda er undanskilið hverfisverndinni líkt og í aðalskipulagi. Fimm lóðir eru á svæðinu, en hús standa á fjórum þeirra. Fimmta lóðin er austan við bílastæði Listasafns Sigurjóns Ólafssonar og er þar gert ráð fyrir byggingu á einni hæð, að hámarki 200 m2 að stærð (Laugarnes, deiliskipulag)."

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information