Ægissíða - göngustígur - lýsing

Ægissíða - göngustígur - lýsing

Setja upp lágmarkslýsingu fyrir göngu- og hlaupafólk við göngustíg við Ægissíðu og auka þar með öryggi og vellíðan gangandi/hlaupandi fólks á myrkum haust- og vetrareftirmiðdögum/-kvöldum.

Points

Ekki ljósmenga svo nálægt fjörunni og sjónum

Eins og fleiri hafa bent á þá er vel lýst gangstétt samhliða aðeins ofar. Það er engin ástæða til að spilla útsýni með lýsingu á göngustígnum.

Það er upplýst gangstétt hinumegin við Ægisíðuna, alls ekki verra að ferðast þar um síðla nætur eða snemma að morgni að vetri til og ekki nema 10-20 metra frá í mesta lagi. Það væri synd að tapa næturhimninum til aukinnar rafmagnslýsingar á Ægissíðunni.

Í tuttugu metra fjarlægð er upplýst gangstétt meðfram allri götunni. Ef fólk vill ganga,hlaupa eða hjóla í ljósinu er það hægur vandi. Óþarfa ljósmengun á göngustígnum eykur ekki öryggi, eyðileggur friðsælan stíginn til norðurljósa og stjörnuskoðunar og er einkennileg ráðstöfun á fjármunum Borgarinnar. Fyrir utan allt raskið sem af því hlytist að grafa rafmagnsstreng meðfram stígnum og setja niður staura til lýsingar.

Það þarf að auka lýsingu á flestum stöðum borgarinnar í rigningu er þetta drauga borg

Ég sé ekki mikla þörf á þessu. Fer reglulega um stíginn og þykir bærilega lýstur. Vilji ég sjá betur tek ég með mér höfuðljós eða eitthvað samæbærilegt. Athugum líka að það er auðvelt að falla í þá gryfju að lýsa um of. Ljósmengun dregur úr ákveðnum lífsgæðum með því að gera stjörnuhiminninn og norðurljósin illsýnilegri. Það er m.a. slík fegurð sem gerir útivist að næturlagi ánægjulegri, og getur jafnvel verið ástæða þess að fólk fer út úr húsi í myrkri.

Ég vil endregið taka undir með þeim sem hafa tjáð sig mótfallna þessari aðgerð. Ægissíðan og nálægðin við vistkerfi fjörunnar og sjóinn þar sem hægt er að fylgjast með fari fugla vor og haust og njóta næturhiminsins að vetri eru einstök lífsgæði fyrir íbúa Vesturbæjar. Þessu bara má ekki spilla.

Þetta er eiðilegging á þeirri fallegu upplifun sem göngutúr á fallegu dimmu vetrarkvöldi er um þetta svæði

Ljósmengun er ein tegund mengunar og ég er alfarið á móti því að auka ljósmengun við Ægisíðu - eins og bent hefur verið á felast lífsgæði einnig í myrkri. Við bætist sú sjónmengum sem felst í ljósastaurum. Ægisíðan er nógu vel upp lýst og ekki þörf á frekari lýsingu.

Auka öryggi og vellíðan gangandi og hlaupandi borgara

Það eykur öryggi

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information