Loka akstursleið yfir fjölfarna gönguleið hjá World Class

Loka akstursleið yfir fjölfarna gönguleið hjá World Class

Við World Class í Laugardalnum eru nokkur bílastæði þar sem þarf að keyra yfir fjölfarnasta göngustíg í Laugardalnum til að komast inn á. Þessum inn á akstri þyrfti að loka t.d. með slá og hafa aðeins aðgengi þarna fyrir sjúkrabíla og aðra þá sem þyrftu í neyð að fara þarna inn fyrir og hefðu til þess aðgangskort. Sérstaklega er hættuleg innakstursleiðin sem er í beinu framhaldi af götunni sem keyrð er inn af Reykjavegi. Niður brekku og beint yfir göngustíginn.

Points

Það er bara tímaspursmál hvenær slys verður á gangandi vegfarendum þarna, óskiljanlegt að þetta sé leyft. Umferð gangandi og hjólandi er mikil þarna um, sérstaklega barna.

Ég er ekki sammála þessu. Þarna er umferð á gönguhraða og það hefur aldrei orðið slys þarna. Spurning um að líta aðeins í kringum sig þegar maður gengur/hjólar þessa leið. Vera vakandi.

Þetta er í raun algjör stofnlína gangandi vegfarenda og er mjög mikið notuð. Eeeeeennnn við World Class má KEYRa YFIR GÖNGUSTÍGINN! Ég bíð eftir slysinu þarna. Mér finnst ótrúlegt að fyrir 20-30 bílastæði fyrir líkamsræktarstöð sé öryggi gangandi fórnað. einfalda lausnin við þessu er bara að loka innri stæðunum með fellislá sem hægt er að opna fyrir sjúkraflutninga, fatlaða og þá sem þurfa en að hin almenna líkamsræktarmanneskja leggi utan við stíginn!

Ég hef svo oft lent í að ég eða mínir verði fyrir bíl þarna. Finnst þetta auðveld og ódýr leið til að bæta hverfið okkar! Þetta er algjört möst!

Mikil umferð hjólandi og gangandi og hröð umferð bíla sem hafa enga þörf fyrir að fara þarna yfir. Mun enda með slysi.

Sammála, er oft skíthrædd þarna. Reyndar finnst mér að svona mál eigi ekki að vera í einhverri vinsældakosningu fyrir stórt svæði. Við eigum ekki að þurfa að treysta á svoleiðis þegar um öryggismál er að ræða. Það á bara að fara í þetta.

Það er rangt sem Ingólfur Arnar heldur fram að það hafi aldrei orðið slys þarna. Ég held ég fari rétt með að það hafi tvisvar verið keyrt á hjólandi/gangandi vegfarenda þarna. Það væri ekki vitlaust að útvega gögn þess efnis og leggja fram. Það er afar misjafnt hversu vakandi og varkárir ökumenn eru þarna. Oft eru þetta krakkar að koma úr ræktinni, með símann í annari og bústið í hinni sem keyra þarna yfir, enganvegin meðvituð um gangandi umferðina. Ég styð heilshugar þessa tillögu.

Virkilega góð hugmynd!!

Oft sem maður hefur séð muna litlu, áköfum ökumanninum að reyna komast sem næst æfingarstöðinni vs. áköfu barninu að drífa sig á æfingu í Ármanni eða Þrótti sem dæmi. Tímaspursmál eins og þeir segja og spurning um að birgja brunninn áður en... Mjög óæskilegt og hættulegt að svo fjölfarin göngu-, hjóla-, hlaupaleið sé þveruð með inn- og útkeyrslu.

Það er lítil fórn að gefa eftir nokkur stæði, til að hlauparar og hjólandi börn geti verið örugg á göngustígnum, sem er mjög fjölfarinn.

Ég hjóla þarna mjög reglulega, fer varlega og er vel sýnileg (endurskinsvesti, ljós, glitaugu...) en samt hefur oft legið við slysi. Flestir ökumenn eru tillitssamir en það þarf ekki nema einn í símanum eða sem er hugsunarlaus...

Það er tímaspursmál hvenær slys verður á þessum stað. Hrikalega óþægilegt og þreytandi að þurfa alltaf að hafa áhyggjur þegar barnið labbar til og frá fótboltaæfingu.

það þarf að gera eitthvað róttækt varðandi umferðina í kringum world class, m.a að laga þetta og svo spurning hvort það væri hægt að hafa innkeyrsluna meira í áttina að Suðurlansbraut og loka innkeyrslunni nær sundlaugavegi...

Byrgjum brunninn áður en barnið dettur ofan í hann.

Sko - síðan ég skrifaði síðast hef ég heyrt um nokkra nálægt slysi þarna. Við erum að tala um litlu krakkana sem eru að hjóla og halda að þau séu í öruggu umhverfi í dalnum "okkar".

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information