Hreystivöllur, Tómstundamiðstöð og Ýmsar úti-íþróttir

Hreystivöllur, Tómstundamiðstöð og Ýmsar úti-íþróttir

Í Laugardal/Langholtshverfi vantar aðstöðu sem stuðlar að meiri útivist og virkni (ókeypis): 1) Skólahreysti-braut á opnu svæði. Er við Laugardalslaug en þarf að gera þessar þrautir á sundfötunum. 2) Borðtennisborð með neti utandyra (úr steypu/stáli). Gæti verið undir skýli.Er víða í görðum í Berlín. Fólk skaffar spaða/kúlur sjálft. 3) Aðstaða fyrir úti-blak, -badminton, -minigolf o.fl. 4) Tómstundamiðstöð fyrir grunnskólabörn (og foreldra) m/billjard, borðtennis, þythokky ofl.

Points

Með sívaxandi notkun skjátækja (sér í lagi barna/ungmenna) þarf að vera staður þar sem öll börn á grunnskólaaldri geta gleymt sér í leik, útivist, íþróttum, eftir skóla og um helgar, gjaldfrjálst og í hverfinu!

Það má bæta við tennisvelli, ókeypis. Það er einn slíkur í Kópavogi, en enginn í Reykjavík! (enginn sem ég veit um). Önnur hugmynd hér inni er um körfuboltavöll í Laugardalinn. Það vantar alls konar útiafþreyingu og betri leiksvæði í Laugardalinn.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information