Upplýsingamiðstöð og tjaldsvæði við Fólkvang

Upplýsingamiðstöð og tjaldsvæði við Fólkvang

Koma upp upplýsingamiðstöð og tjaldsvæði við Fólkvang. Standa straum af hluta kostnaðar við að setja upp aðstæður fyrir tjalsvæði s.s. uppvöskunar- og salernisaðstöðu og rafmagnstengi. Einnig fyrir búnað í upplýsingamiðstöðina einkum tölvubúnað sem þarf til að hafa aðgang og samgang við upplýsingaveitu Reykjavíkurborgar

Points

Nú þegar er nokkur ásókn í að tjalda og staðsetja ferðabíla og hjólhýsi á Kjalarnesi án þess að þar sé nokkur aðstaða eða heimild til. Hefur þetta þegar valdið nokkrum vandræðum og ama íbúa. Því má ljóst vera að með því að koma upp formlegu svæði fyrir þessa stafsemi og þjónustu kemst regla á þessi mál. Tjaldsvæði‘ verði norðan og vestan við húsið (sjá mynd). Upplýsingamiðstöðin þarf tölvur til að hafa aðgengi að tölvubókunum og upplýsingagögnum um Reykjavík og nágrenni.

Ég held að þetta sé mjög góð byrjun á því að fá ferðamenn til að stoppa á Kjalarnesi - á ákveðnum stað. Þessu fylgja ýmis spennandi tækifæri til framtíðar!

Tímabær hugmynd. Nauðsynleg framkvæmd svo okkur sé sómi í að taka á móti okkar gestum. Góð staðsetning og ýmiskonar grunnur til staðar. Bílastæðin við Esjuna og annað svæði í Kollafirði hefur verið vinsælt til gistingar. ENGIN aðstaða er þar.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information