Bjórgarður við Kjarvalsstaði

Bjórgarður við Kjarvalsstaði

Fá Egils/Víking/Kalda til að opna bjórgarð undir tjaldi í krikanum sem snýr í suður við Kjarvalsstaði. Stíla má inn á að hafa opið frá maí til loka ágúst og eingöngu um helgar. Fá hljómsveit ("kapelle") til að leika viðeigand músik. Á Listahátíð fyrir nokkrum árum var sett upp "topp" - tjald í þessum sama krika, stórt tjald með einni hárri súlu í miðið. Þetta tjald gæti enn verið til einhversstaðar í geymslu og mætti nota það. Nauðsynlegt að vera undir tjaldi vegna rysjóttar veðráttu.

Points

Þeir sem þekkja til bjórgarða í Þýskalandi vita hversu lifandi mannlíf getur þrifist þar. Því ætti að fá veitingamann til að semja við bjórframleiðanda um að opna sumar-bjórgarð í krikanum sem snýr í suður við Kjarvalsstaði. Þar mætti setja upp fjölda "bjórgarðsborða" (Bauhaus hefur flutt slík borð inn). Stíla má inn á að hafa opið frá maí til loka ágúst og þess vegna bara opið kl. 15-23 um helgar. Auk bjórs væri hægt að bjóða upp á mat beint af grilli. Tjald nauðsynlegt.

Góð hugmynd.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information