Bættar samgöngur fyrir hjólandi og gangandi í Húsahverfi

Bættar samgöngur fyrir hjólandi og gangandi í Húsahverfi

Bæta stíganet í húsahverfi til að tengja betur saman hverfishluta og efla samgöngur hjólandi og gangandi. Meðfylgjandi eru tillögur af mögulegum stígum sem mætti bæta við stíganetið til að þétta það og auðvelda hjólandi og gangandi að komast á milli staða. Sumstaðar er landhalli mikill en þar gætu komið tröppustígar.

Points

Í Húsahverfi eru gangstéttir víða mjög mjóar og stíganet afar gisið og ekki til þess fallið að ýta undir að fólk kjósi að hjóla eða gangi milli staða í hverfinu. Í brekkunni hafa myndast fótumtroðnir slóðar þar sem krakkar eru að stytta sér leið á milla efra og neðra hverfis. Það þarf að bæta við stíganetið í brekkunni því brekkan klýfur hverfið í tvennt eins og staðan er í dag. Því þarf að þétta stíganetið til að auka framboð gönguleiða í hverfinu og gera þær að fýsilegum kosti.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information