Frágangur á lokun Rauðalækjar

Frágangur á lokun Rauðalækjar

Það er orðið löngu tímabært að ganga fallega frá lokun Rauðalækjar

Points

Rauðalækur hefur nú um nokkurra ára skeið verið botngata með lokun rétt fyrir ofan Bugðulæk. Þetta var gert til að stemma stigu við miklum hjáleiðarakstri um götuna og hefur gert hana öruggari og friðsælli. Lokunin er hins vegar ljót, úr lausum steinsteypubúkkum sem lítil prýði er að. Ég legg því til að gengið verði frá lokuninni með fallegum og varanlegum hætti, enda ætti "reynslutími" hennar að vera löngu liðinn.

Enn og aftur, það er kominn tími til að hætta við þessa „tímabundnu tilraun“. Hún er ekki að virka eins upphaflega var blásið til. Það hefur engin mæling eða mat verið birt um hvaða áhrif þetta hefur haft á umferðina hér í hverfinu. Öll umferð þeirra sem búa við lokunina fer núna fram hjá sundlaugunum og á milli Laugarnes- og Laugarlækjaskóla. Þetta hefur margfaldað umferðina sem fer þar. Þetta var ekki vísindaleg ákvörðun byggð á mælingum, heldur pólitísk geðþóttaákvörðun óvita.

Þessi lokun er bull. Við höfum bent borginni oftar er einu sinni og oftar en tvisvar að laga þetta /og eða opna, en alltaf talað fyrir lokuðum eyrum. Það gæti verið lausn að gera götuna að svokölluðu vistvænni götu með stórum steinkerjum sem stæðu skáhallt á móti hvort öðru, og á sumrin væri hægt að setja í þau blóm. Sú umferð þess fólka og gesta sem á leið um Rauðalæk fer um t.d Brekkulæk og Kleppsveg og finnst mér það fólk sem býr þar hafa verið furðu rólegt yfir mjög aukinni umferð. OPNA.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information