Aðskilnaður borgar og íþróttafélaga

Aðskilnaður borgar og íþróttafélaga

Points

Hér gilda sömu rök og fyrir aðskilnaði ríkis og kirkju, nema að íþróttafélögin ættu að vera mun betur í stakk búin að standa á eigin fótum með félagsgjöldum og styrkjum frá þeim sem vilja styrkja þau. Af hverju ættu þeir, sem hafa engan áhuga á að stunda eða horfa á íþróttir, að borga fyrir áhugamál og tómstundaiðkun annarra með útsvari sínu? Núverandi fyrirkomulag, þar sem starfsemi íþróttafélaga er að stóru leyti niðurgreidd af borginni, mismunar borgarbúum á grundvelli áhugamála.

Á þá líka með sömu rökum að hætta að styðja alla mennigarstarfsemi eins og Brgarleikhúsið, söfn og Hörpuna?

Peningum sem varið er í íþróttir og aðra lýðheilsueflandi starfsemi skila sér margfalt aftur eins og sýnt hefur verið framá með margvíslegum hætti. Framlög til íþróttafélagana eru smánarleg í samanburði við margt annað. Bæði ríki og sveigarfélög geta og ættu að styrkja þá starfsemi sem er á hverjum tíma talið að bæti lífskjör fólks í landinu og heilsu. Íþróttir falla svo sannarleag þar undir.

Stöðva þarf fjáraustur Borgarinnar í íþróttafélögin. Út um alla borg eru íþróttavellir sem einungis eru notaðir í örfáa klukkutíma á viku, legg til að Borgin selji þá hæstbjóðanda.

Íþróttir fyrir æsku þessa lands er besta forvörn og best fyrirbyggjandi heilsugæsla sem hægt er að styðja og er þannig fjárfesting í æsku og framtíð. Þá er ég að vísa tl íþróttastarfs 18 ára og yngri. Ríkistjórnin á að sjá um afreksíþróttir eða félögin á eigin vegum. Ekkert tómstundastarf fyrir eldri en 18 ára á að styðja , hvort íþróttir , menningu eða listir, fullorðið fólk getur borgað sínar tómstundir sjálft.

Hér vil ég benda á að hægt er að styrkja íþróttafélög með skilyrðum, með því að fénu sé eytt í starf er tengist börnum og ungmennum og gagnist þeim beint, en svo geta efriflokkar - frá 15 ára aldri verið aðskilið frá öðrum rekstri og þannig haldið því aðskildu. Fagíþróttir þar sem fólk er næstum því komið í atvinnumennsku væri þá rekið á öðrum forsendum, og ég gæti jafnvel séð fyrir mér að það myndi gagnast íþróttarfélögnum, því þá þyrftu þau að sinna barnastarfi betur en þau gera í dag (til að fá meira fé) en gætu þá sett meiri fókus í að ná inn pening í efriflokkum og atvinnumennskunni. Hér er þetta tillaga af minni hálfu.

ef engin íþróttafélög væru, eins og er líklega sumstaðar í heiminum, hreyfa krakkarnir sig minna þar , ég er ekki viss , þar þurfa þau kannski oftar að vinna snemma , en segjum að dæmið sé um stað þar sem þau þurfa ekki að vinna , sem hlýtur að vera til , það er endalaust hægt að dunda sér við ansi margt úti , en kannski fáir sem gera það. myndu þau ekki fara í boltaleiki og aðra leiki, byggja kofa og kanna leiðir, og nota eitthvað dót , reiðhjól , flugdreka , svifdiska , myndu leita meira í náttúruna og niður að elliðaá , sem getur verið áhætta. og klifur í klettum og trjám og sprang

Stöðvum óréttláta mismunun eftir áhugamálum!

Helsti munurinn á íþróttum og trúarbrögðum er að íþróttirnar styrkja lýðheilsu, og þá sérstaklega lýðheilsu og félagsvitund barna. Vissulega er það svo að stærstu félögin myndu lifa góðu lífi án styrks frá borg og ríki þá er það ljóst að minni íþróttafélög ættu erfitt uppdráttar. Borgin greiðir fyrir félagsstarf ungmenna, að félagsmiðstöðvum, skátum og íþróttafélögum undanskyldum, hvað eiga krakkarnir að gera? Í stuttu: Þetta snýst ekki um áhugasvið heldur lýðheilsu ungmenna og annarra.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information