Þessi hugmynd er ekki ný af nálinni hér. Hún snýst um það að setja, í stað timburverks, plexigler í veggi (eða a.m.k. hluta veggja) í kringum sundlaugina.
Útsýnið frá sundlauginn yfir Hofsvíkina og til Brautarholtsborgarinnar er stórkostlegt og ekki slæmt að hafa það fyrir augunum þegar synt er í lauginni. Ég minni einnig á laugina á Hofsósi en hún er þannig úr garði gerð að hún eins og rennur saman við sjóinn þannig að maður getur ímyndað sér að maður sé að synda út í Drangey. Skemmtileg hugmynd. Sama getur átt við laugina okkar með útsýnið yfir Hofsvíkina og Brautarholtsborgina/Kjalarnesið.
Held það væri betra að hafa eins rimla og er á stöku stað þar. Því að plexiglerið verður svo ljótt með tímanum en rimlarnir koma til með að vera eins og þá fáum við að njóta útsýnins miklu betur því hitt verður ljótt fljótt
Líst vel á þetta, en hvað með að nota venjulegt gler? Það er miklu varanlegra og verður ekki matt.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation