Hugmyndin snýst um að setja upp fræðsluskilti um Ártún og þá í stíl við þau skilti sem Sögufélagið Steini og Reykjavíkurborg hafa unnið að undanfarin ár. Þessi skilti sem komin eru, eru 50X150 cm en skilti sem þetta um einn stað/eyðibýli yrði líklega eitthvað minna að stærð. Gætu að mínu mati verið um helmingi minni en það er þó atriði sem ekki er fastákveðið enn.
Ártún er eitt frægasta eyðibýlið í gamla Kjalarneshreppi. Ég hef heyrt að mörgum, bæði á Kjalarnesi og í Kjós, er annt um að halda í heiðri minningunni um þennan gamla torfbæ, sbr. t.d. umræðu á fjasbókarsíðunni „Gamlar ljósmyndir úr Kjós“. Til eru margar skemmtilegar myndir af bænum, bæði í ábúð (til 1956) og síðar. Nú eru þar rústir einar. Bærinn er vel þekktur fyrir þátt sinn í kvikmyndasögu Íslands en hann var sviðsmynd margra kvikmynda Lofts Guðmundssonar ( sbr. ferlir.is).
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation