Skatepark í Skerjó

Skatepark í Skerjó

Skatepark, eða landslag fyrir hjólabretta og BMX iðkendur. Svæðið samanstendur af mismunandi römpum, brekkum og hólum til þess að koma til móts við mismunandi þarfir og getustig iðkenda. Mikilvægt er að flétta inn setsvæði fyrir foreldra barna sem hafa áhuga á að nota garðinn og notendur svæðisins sem vilja hvíla sig. Landslagið á svæðinu væri steypt til þess að auka endingargildi en æskilegt er að flétta inn grasi og trjám í hönnunina til þess að gefa svæðinu mýkt.

Points

Hjólabretta og BMX íþróttin hefur ekki góða aðstöðu útivið á Íslandi. Þeir garðar sem eru í næsta nágrenni eru litlir og er hér möguleiki á að gera flotta aðstöðu í nálægð við náttúruna, sjóinn og stíginn meðfram sjónum. Stígurinn er mikið notaður af bretta og hjólafólki og væri hjólabrettagarður í Skerjafirði góður áningastaður á leiðinni meðfram ströndinni. Á góðviðrisdögum getur skapast mikið líf, þar sem að eldri og reyndari iðkenndur geta miðlað þekkingu sinni til þeirra óreyndari.

Þessi hugmynd hefur verið flutt úr Miðborg í Vesturbæ.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information