Móttaka flóttafólks sé sameiginlegt átak

Móttaka flóttafólks sé sameiginlegt átak

Lagt er til að íbúar Vesturbæjar leggist á eitt með ríki og borg um móttöku fleiri flóttamanna. Vesturbæingar gætu skaffað húsnæði og hlúð að og aðstoðað fólk á flótta með öllu því sem þeir geta lagt til, sbr. átakið Kæra Eygló þar sem þúsundir brugðust við. Mörg dæmi eru um að hverfi hafi tekið sig saman í útlöndum um slík verkefni og lagt þannig sitt á vogarskálarnar. Íbúar gætu lagt til flest það sem þarf til að mögulegt verði að taka á móti fleira fólki á flótta til Íslands.

Points

Fjöldi fólks býr við tragískar aðstæður og á Íslandi eigum við nóg af öllu. Það er með öllu ósanngjarnt og ómannúðlegt að íslensk stjórnvöld hreki úr landi allan þann fjölda fólks á flótta sem raun ber vitni á grundvelli úreltrar Dyflinarreglugerðar. Landamæri Íslands þurfa að galopnast, ekki haldast lokuð í krafti þess að við getum haft þau lokuð, verandi eyja í norðurhöfum. Heimurinn er á hreyfingu og við þurfum að hreyfast með.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information