Betri aðstöðu strætófarþega

Betri aðstöðu strætófarþega

T.d. Ártúnsholt var mikil afturför frá því sem var áður þar sem hægt var að bíða í húsi eftir strætó. Nú er einungis hægt að bíða í húsi í Mjódd. Meira að segja Hlemmur er lokaður. Þessi glæru strætóskýli eru ekki sérlega góð fyrir þá sem eru að bíða, það eru rifur allstaðar sem næðir og blæs inn og rignir líka inn. Það er talað fjálglega um að nota almenningssamgöngur en ekkert gert til að gera þær aðlaðandi. Maður þarf að kappklæða sig ef maður ætlar að skreppa niður í Kringlu að vetrarlagi.

Points

Búin að skrifa rök

Má svo sannarlega bæta þarna aðstöðuna fyrir farþega þar sem Ártún er orðin ein af allra stærstu stoppistöðvum höfuðborgarsvæðisins.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information