Engjahverfi - hægri réttur

Engjahverfi - hægri réttur

Setja upp tilkynningarskilti fyrir hægri rétt og spegla þar sem erfitt er að koma auga á bíla sem koma upp úr botlöngum (til hægri).

Points

Í Gullengi er hægri réttur en ekki virðast allir vita af því. Einnig er óljóst hvar er hægri réttur og hvar ekki, þar sem aðrar reglur gilda um bílastæði en botlanga. Er því þörf á skilti sem tilkynnir að hægri réttur sé í götunni. Erfitt getur verið að koma auga á bíla sem koma upp úr botlöngum, sérstaklega frá Laufengi, t.d. vegna grindverka og vantar því spegla til að auðvelda ökumönnum að koma auga á umferð frá hægri.

Það er líka bara hægt að hætta með þennan hægri rétt og setja upp biðskildu merki. Þau eru það mikið notuð og það algeng að það er sennilega þessvegna sem fæstir pæla í því hvort það sé hægri réttur eða ekki.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information