Upplýsingarskilti við geldingarnesið

Upplýsingarskilti við geldingarnesið

Geldingarnesið er samþykkt lausagöngu svæði fyrir hunda skv. hundasamþykkt Reykjavíkurborgar. Á svæðinu má ekki sjá neinar merkingar um slíkt. Ráðlegt væri að á svæðinu væri skilti sem afmarkaði greinilega hvað telst til lausagöngusvæðisins og hvað ekki að auki upplýsa fólk að á svæðinu geti það búist við því að mæta hundum sem ekki eru í taum. Ekki verra væri ef siðaregulr hundasvæðis kæmu einni fram á skiltinu saman ber t.d. : http://www.hundasamfelagid.is/reglur-a-hundavaedum/

Points

Ef hundafólk fær þjónustu á móti þeim hundagjöldum sem greidd eru á hverju ári eru líkur á að það skili sér í betri umgengi og fækkun óskráðra hunda í borginni. Vel merkt og hyrt svæði veldur því að umgengni um svæðið er betri. Ef merkingar eru til staðar er fólk sem er illa eða hrætt við hunda ekki að lenda í því að mæta lausum hundum í göngu þegar það vill komast hjá því.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information