Snilldarhugmynd

Snilldarhugmynd

Hugmyndin skiptist í tvo hluta eins og hér greinir: 1. Ég vil gera þá tillögu að Borgin taki upp viðhald á götum innan (reyndar utan líka) Grafarvogs. Þar er t.d. átt við að fyllt verði í holur áður en tjón hlýst af, gatnamerkingar gerðar sýnilegar allt árið, malbika áður en komnar eru djúpar rásir sem eru hættulegar (til dæmis í hálku eða rigningu) 2. Ég legg sömuleiðis til að gangstígar í Grafarvogi verði hreinsaðir. Þá væri maður laus við að skafa hundaskít undan skónum eftir hvern göngutúr.

Points

Það er mikill misskilningur að með því að spara viðhald gatna og draga úr umhirðu opinna svæða og gangstíga sé verið að spara fjármuni. Ónógt viðhald og umhirða leiðir til þess að vandamálin verða stærri og kallar á slæma umgengni og virðingarleysi við umhverfið. Borgarstjóri mætti gjarna mæta hingað uppeftir eftir eins og einn Latte og taka göngutúr um hverfið til að sjá með eigin augum hvað átt er við.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information