Þrengingar á göngustíga við Engjaborg og Vættaskóla - Engi

Þrengingar á göngustíga við Engjaborg og Vættaskóla - Engi

Alltof oft keyra bílar eftir göngustígum á milli Starengis og Reyrengis, meðfram skóla og leikskóla. Eins komast skellinöðrur og þess lags ökutæki allt of hratt niður göngustíg sem gengur niður að Egilshöll. Þetta ætti að vera einfalt að laga, áður en slys hlýst af, með uppsetningu á hindrunum. Hindrun er á göngustígnum, sem liggur niður að Egilshöll, en er hún ekki nýtt til að loka fyrir umferðina, hefur ekki verið í réttri notkun í mörg ár.

Points

Að setja upp hindrun þannig að bílar geti ekki keyrt eftir gangstéttunum á milli hverfa er nú bara til að koma í veg fyrir að keyrt verði á manneskju, bílarnir keyra þessa leið alltof oft og þá alltaf of hratt því það er verið að komast þarna á milli á sem skemmstum tíma en ef þú ert gangandi þá áttu alls ekki von á bíl þarna. Að hægja á skellinöðrum og vespum niður hverfið að Egilshöll er af sama meiði sprottin, til að koma í veg fyrir slys.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information