Aðgreind gangstétt fyrir hjólandi og gangandi

Aðgreind gangstétt fyrir hjólandi og gangandi

Nú á vonandi að fara að laga gangstéttina á Holtaveginum sem liggur frá Langholtsvegi niður að Langholtsskóla, þ.e. skólamegin. Hún er öll sprungin þvers og kruss. Það var byrjað á lagfæringum neðar á Holtaveginum sl. haust, þ.e. nær dalnum, en ekki klárað þarna ofanvið skólann. Nú vil ég koma með þá hugmynd að þegar þetta verkefni verður klárað þá verður gangstéttin um leið breikkuð og máluð lína á stéttina sem aðgreinir hjólandi frá gangandi.

Points

Börn hjóla þarna niðureftir í skólann á fullri ferð og gangandi börn eru þá í nokkurri hættu vegna þess að þau hafa mjög lítið pláss. Það er smá grassvæði á milli gangstéttarinnar og girðingarinnar að húsi Langholtsvegar 86, sem mér finnst að mætti steypa og þannig breikka gangstéttina. Þetta grassvæði er hvort sem er alltaf drullusvað vegna þess að gangandi börn neyðast til að ganga þarna á grasinu út af hjólandi börnum og þá ganga þau þarna í drullunni á leiðinni í skólann.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information