Endurbætur á útivistasvæði við Seljabraut.

Endurbætur á útivistasvæði við Seljabraut.

Halda áfram útivistar uppbyggingu á þessu fallega svæði og ýta þannig undir vistvæna og fallega aðkomu að hverfinu okkar. Þetta er góður staður fyrir lautarferð með fallegu útsýni, það mætti bæta við öðrum bekk. Planta rifsberjarunnum eða öðrum plöntum sem fólk gæti gengið í. Fleiri leiktæki fyrir börnin sem leika sér þarna t.d. mættu alveg vera fleiri barnarólur fyrir yngstu krílin og gervigras til að völlurinn breytist ekki í forarvöll á vorin.

Points

Þetta svæði er talsvert mikið notað, seinasta sumar leið ekki sá dagur sem völlurinn var ekki í notkun.

Fótboltasvæðið er mikið notað en það mætti girða fyrir það þannig að göngustígurinn í gegnum hann hverfi. Mikið er um vannýtt svæði á þessum stað sem væri tilvalið að byggja upp til frekari íþróttaiðkunar. Mæli með að settir séu upp 2 tennisvellir á þessu svæði en slíka velli vantar alfarið í Seljahverfið.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information