Færa gönguljós á Hringbraut við Þjóðminjasafn til austurs

Færa gönguljós á Hringbraut við Þjóðminjasafn til austurs

Staðsetning gönguljósa við Hringbraut við Þjóðminjasafn valda umferðaröngþveiti á hverjum morgni. Færa þarf gönguljósin til austurs í línu við nýjan hjólreiðastíg frá nýjum stúdentagörðum.

Points

Á hverjum morgni má upplifa að gönguljósin stöðva ekki einungis umferð um Hringbraut heldur einnig samtímis um Suðurgötuna. Slíkt gerðist ekki áður en göngubrautin var færð vestur fyrir nokkrum árum.

Öngþveiti er nokkuð dramatískt orð yfir þessa daglegu biðröð sem þarna myndast þegar drjúgur hluti Vesturbæinga ætlar út úr hverfinu eftir þessari einu götu á sama hálftímanum. Ljósin þjóna hins vegar stórum hluta íbúa sem eiga leið á milli Vesturbæjar og Miðbæjarins. Enn gengur fólk yfir götuna við hringtorgið en staðsetning ljósanna hefur dregið mikið úr því. Annars mætti fara í átak til að fræða ökumenn hvernig aka meigi um hringtorg án þess að teppa þau. Það mundi bæta umferðina víða.

Einkennilegt að gönguljós á einni götu skuli hindra umferð á allt annarri og fjölfarinni götu.

Það mætti líka breyta ljósunum þannig að ef maður ýtir á takkan öðru megin götunnar stoppi maður ekki umferð í báðar áttir samtímis heldur komi fyrst rautt á akreininni sem maður stendur næst og nokkrum sekúndum síðar á hinni akreininni. Sömuleiðis komi grænt ljós á fyrri akreinninni fyrr en heldur en á þeirri síðari enda hafi gangandi vegfarandinn löngu gengið yfir hana. Þetta getur stytt tíma rauða ljóssins um þriðjung og þar með minnkað umferðaröngþveitið.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information