Hljóðmön sem er meðfram Suðurlandsvegi á móts við Rauðavatn og er ætlað að draga úr háfaða frá umferð upp í hverfið (Ásana), hefur sigið mikið. Umferð um Suðurlandsveg hefur aukist mikið síðustu ár þannig að stanslaus umferð er á veginum allann sólarhringinn. Þessa mön þarf að bæta.
Ég geri fastlega ráð fyrir að felstir íbúar þessa hverfis hafi haft ónæði af mikilli umferð á Suðurlandvegi og þá sérstaklega á veturna þegar snjómoksturstæki æða eftir veginum kl. 4 og 5 á morgnana, margar ferðir.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation