Hundasvæði

Hundasvæði

Hundasvæði

Points

Ég hef tekið eftir að það eru margir sem hafa hund hér í Breiðholtinu en enginn staður til að geta leyft þeim að spretta úr spori án þess að eiga á hættu að rekast inn í enhvern fílupúka. Þessvegna væri gott hundasvæði mjög jákvætt framtak hjá borginni. Og ekki bara í Breiðholtinu heldur víðar um bæinn. Það eru margir sem hafa ekki bíl til að bruna út á Geirsnef. Einnig mætti setja inn strætisvagna sem leyfa hunda og ketti. Margir þurfa að komast til t.d.dýralæknis með dýrin sín.

Er alfarið á móti því að við séu að taka frá svæði inn í íbúðahverfum fyrir hunda. Við erum vel sett hér í Breiðholti með Elliðaárdalinn og önnur græn svæði fyrir hundaeigendur að fara með sína hunda í göngutúr.

Líklega yrðu hundaeigendur duglegri að skrá hunda sína og sáttari við gjaldið sem því fylgir ef þeir fá eitthvað fyrir peninginn. Það getur verið ótrúlega þreytandi að gera allt sem maður getur til að vera fyrirmyndar hundaeigandi en fá lítinn sem engan skilning frá Borgaryfirvöldum. Ég var t.d. að skrá minn hund og borgaði fyrir það 16.000.- Lausir hundar í hverfum borgarinn á hins vegar ekki að lýðast, og að sjálfsögðu eiga allir að hirða upp eftir sinn hund.

Já alltaf gaman að vera kallaður fílupúki, vegna þess að barnið manns þori ekki eitt út úr húsi vegna lausa hunda. Sem er mjög mikið um hér í Bökkunum. En ef það verði til þess að hundaeigendur virði lög og hafi hundana í bandi til og frá svæðunum og svæðin væru aðeins í útjaðri hvefisins, þ.e. ekki á þeim svæðum þar sem börn þurfa að fara um úr og í skóla. þá er ég algerlega hlint þessari hugmynd. En miðað við viðbrögðin sem maður fær frá sumum, alls ekki öllum hundaeigendum þá einhverveginn er ég nú ekki mjög bjartsýn á að það breytist.

ef þeim væri hleypt úr búrum, giska ég á.

Allt af þessum toga kostar fjármuni sem teknir eru af skattpeningum, skattar frá 80 % íbúa sem ekki eiga gæludýr eiga ekki að greiða fyrir 20% sem eiga gæludýr, það er einfaltlega rangt.

...sem hundaeigendur eru nú þegar að greiða!!! Hundaeigendur í Reykjavík greiða meira en 30 milljónir í hundaleyfisgjöld á ári, en þjónustan er samt sem áður lítil sem engin. Við hundaeigendur erum ekki að biðja fólk sem á ekki gæludýr um að greiða þetta fyrir okkur. Við viljum að peningarnir sem við greiðum nú þegar fari í almennilega þjónustu við hundaeigendur. Þar að auki hef ég fengið þær upplýsingar frá Umhverfissviði Reykjavíkur að það sé ekki svo dýrt að setja upp hundagerði!

Þegar ég segi borgarinnar þá er ég að meina borgarinnar almennt en ekki eingöngu Reykjavíkurborgar. Alls staðar annars staðar í kringum okkur er gert ráð fyrir þessum elsta félaga mannsins og þarfir hans og mannanna fyrir félagsskap hundsins. Fleiri hundasvæði þýða bættari hundamenningu og bætt hundamenning þýðir bættara mannlíf.

Það er eðlilegt að þið greiðið fyrir eftirlitsgjöld og umsýslu vegna þeirra undanþágu sem gefnar eru frá reglum.

Ég ber fulla virðingu fyrir því að sumt fólk er hrætt við hunda. Og að sjálfsögðu verða hundaeigendur að taka tillit til annarra, við verðum að búa hér öll í sátt og samlyndi. Það er bara staðreynd að hundar verða að fá að hreyfa sig og þar sem við þurfum að keyra (stundum langar leiðir) til að fá að sleppa hundunum okkar þá taka sumir upp á því að sleppa hundum í sínu eigin hverfi, þar sem þeir mega að sjálfsögðu ekki vera lausir. Ég er sammála þér, ég er að vona að fleiri fylgi reglunum ef hundagerði verði sett upp í öllum hverfum borgarinnar. Og þó að kannski ekki allir hundaeigendur vilji nýta sér þau þá veit ég að margir yrðu mjög ánægðir.

Það er verið að tala um svæði þar sem hunda mega vera lausir, hundar mega alls ekki vera lausir í Elliðarárdalnum.

Því betur sem kynnist útrásinni því vænna þykir mér um hundinn minn

Það eru komnar allavega 8 hugmyndir núna varðandi hundagerði í borginni að þessari meðtalinni. Ég hvet hundaáhugafólk að styðja allar þessar hugmyndir svo við fáum hundagerði sem víðast í borginni. Hugmyndirnar heita: Búa til útigerði fyrir hunda í Reykjavík, Hunda og fjölskyldugarð í miðbæinn, Afgirtur hundagarður í Laugardalinn takk fyrir, Hundaleiksvæði í nágrenni við miðbæinn, Hundagerði í vesturbæinn og víðar í borginni, Hundagerði á Klamratún, Betri aðstöðu fyrir hundana á Geirsnefi og fleiri staði.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information