Gleymdar gönguleiðir sem þarf að endurnýja, ætlaðar fyrir börn á leið í skóla.

Gleymdar gönguleiðir sem þarf að endurnýja, ætlaðar fyrir börn á leið í skóla.

Við vesturenda gatnanna Núpabakki, Ósabakki, Prestbakki, Réttarbakki eru gangstéttarhellur sem settar voru þegar hverfið var byggt. Hugsunin var að börn úr þessum götum á leið í Breiðholtsskólann gætu gengið þarna meðfram húsunum. Þessar hellur eru núna að kafna í gróðri og mosa því það hefur gleymst í tímanna rás að hreinsa og viðhalda þessu. Það felst ekki mikill kostnaður í að endurnýja þetta - unglingavinnan gæti jafnvel tekið þetta verkefni að sér á vordögum.

Points

Það væri til mikilla þæginda og fegrunar að hreinsa þessar hellur og viðhalda gamalli og góðri hugmynd - börnunum og hverfinu til góða. Það á ekki að kosta mikið að hreinsa hellurnar, skipta út þeim sem eru brotnar, kanntstinga og hreinsa grasið frá hellunum sem núna er að ,,drekkja" þeim eða færa í kaf. Þetta eru nokkurs konar ,,fornminjar" - jafngamlar hverfinu og vel þess virði að laga og gera nýtilegt aftur.

Ég tel að viðhalda eigi góðum gönguleiðum fyrir skólabörn á leið í Breiðholtsskólann. Þessi gönguleið hefur verið vel hugsuð á sínum tíma en algerlega gleymst í Borgarskipulaginu eða hjá þeim sem sjá um endurnýjun og viðhald á göngustígum. Þetta er ekki hefðbundinn göngustígur - gangstéttarhellur settar niður með jöfnu millibili - þægilegt að þurfa ekki að klofa óslegið gras eða stóra skafla sem myndast á túninu við hliðina. Nýtist líka hundaeigendum sem ganga reglulega á þessum slóðum.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information