Félagsfærni

Félagsfærni

Hæfni til að sýna félagslega viðurkennda hegðun í samskiptum við aðra m.a. í leik og starfi. Undir félagsfærni heyrir m.a. samkennd, hæfni til samskipta og samstarfs, tilfinningalæsi, leiðtogafærni. réttlætiskennd, að geta sett sig annarra spor og sýnt öðrum góðvild.

Points

Við erum að vinna með börn í mótun og eitt af því allra mikilvægasta fyrir þau er félagsfærni og hæfni til að taka þátt í samvinnu við aðra.

Mætti einnig bæta við að kenna þeim að bera virðingu fyrir sér og öðrum.

Ekki hentar þetta öllum börnum. Margir einstaklingar "lesa" hvorki í andlit né líkamsburð/hreyfingar/stöðu... Ekki eyða öllum skóladegi einhverfra að reyna að kenna þeim hluti sem skipta í raun engu máli. Betra er að beina kennslunni að kjarnafögum, svo þau geti haldið áfram námi, þrátt fyrir að skólakennslan fari fram í sérdeildum fyrir einhverfa!

Það mikilvægasta í þessu tilliti er að kennarar, skólastjórnendur, foreldrar og fagfólk í kerfinu búi yfir félagsfærni. Best er ef fullorðna fólkið hefur færnina til þess að átta sig á tilfinningaþörfum barnanna og getur hjálpað þeim að fullnægja þeim þörfum. Fróðleikur og færni í hinum ýmsu fögum hefur notagildi, en þegar við liggjum frammi fyrir dauðanum þá hugsum við sjaldnast um slík mál. Við hugsum um þau kærleiksríku sambönd sem við höfum ræktað eða syrgjum að hafa ekki geta ræktað þau.

Að kunna góð samskipti er dýrmætara en allt fyrir framtíðina. Börnin ættu að læra að bera virðingu fyrir öðrum og sýna tillitssemi. Mikilvægt að læra að fólk getur haft ólíkar skoðanir, þarfir, bakgrunn, reynslu og fleira. Með aukinni þekkingu á fjölbreytileika fólks hvað varðar þessa þætti, eykst virðing fyrir fjölbreytileikanum og það skilar sér í betri samskiptum

Hér þarf að nota leiklist (og raunar aðrar listgreinar líka) sem kennslutæki, en það hefur sárlega vantað kunnáttu á því sviði í skólakerfið okkar. Nú er það vonandi að breytast með tilkomu kennaradeildar Listaháskóla Íslands, en þá þarf að tryggja rúm fyrir kennara með slíka sérþekkingu fyrir nemendur á öllum skólastigum.

Þegar ég var í grunnskóla var okkur kennt að halda málfundi í bekknum. Þá var einn valinn fundarstjóri, annar ritari o.sv.frv. Svo máttum við biðja um orðið, koma upp að kennaraborðinu og útskýra okkar mál með rökum. Umræðuefnið gat verið hvað sem er. Niðurstaðan úr þessu var að við öll fengum þjálfun í að tala fyrir framan aðra, að koma fram, að tala hátt og skýrt, að vera ekki feimin, að standa við sín rök og vera fylgin sér, að þora og að hlusta á aðra. Það þarf að ala upp framtíðarleiðtoga!

Félagsfærni þarf að byrja að móta heima og í leikaskóla. í Leikskólanum er gott tækifæri til að efla félagsfærni barna í gegnum leik.

Tel þetta nýtast öllum börnum vel og vera gott tæki til að kenna börnum að sýna samkennd og vilja til að sýna skilning á því að við erum ekki öll eins.

Mikilvægt er að efla félagsfærni nemenda með aðferðum sem hafa sýnt árangur. Styðjumst við rannsóknir í þessari vinnu og hugmyndir og ráð fagfólks. Eflum t.d náms og starfsráðgjöf

Mæli hér með að tekin yrði ákvörðun um að leyfa á ný gjöf nýja testamentisins til barna og þeim kennd virðing við kristna trú, sem er okkar þjóðar trú og virða aðra trú. Þetta gefur þeim færni í trúarbrögðum og félaslegum tengslum.

leyfa afhendingu Nýja testamentisins á skólatíma til þess að börnin fái félagsfærni og geti tekið þátt í samvinnu við önnur trúarbrögð þar með líka, bera þar með virðingu fyrir þeim boðskap, sem þar er.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information