Læsi í víðum skilningi

Læsi í víðum skilningi

Læsi er hæfni til að geta unnið með hljóð og orð og ráðið í ýmsar vísbendingar um hugsun og merkingu í ritmáli. Læsi í víðum skilning snýst einnig um samband orða við lífið sjálft eða raunveruleikann. Undir læsi í víðum skilningi fellur m.a. lestur, ritun, móðurmál, talnalæsi, umhverfislæsi, fjármálalæsi, miðlalæsi, tölvulæsi, vísindalæsi, upplýsingalæsi, íslenska og erlend tungumál.

Points

Fjármálalæsi, fræðsla, er eitthvað sem vantar að gera að skyldufagi í grunnskóla og í framhaldsskólum. Þegar börn fá launaseðil er eðlilegt að þau kunni að lesa hann og vita hvort að þau séu að fá rétt útborgað svo dæmi sé tekið.

Þrátt fyrir að vera ágæt á sinn hátt, finnst mér hugmyndin taka yfir of vítt svið. Þegar ég þarf að forgangsraða verkefnum á þessum vettvangi, finnst mér þessi hugmynd ekki nógu markviss til að ég geti stutt hana. Ég sé því "niður" á þessa hugmynd.

Við þurfum öll að vera læs, ekki bara í bók heldur líka á sviðum í kringum okkur, til að skilja umhvefið. Umhverfislæsi, fjármálalæsi, miðlalæsi, vísindalæsi, upplýsingalæsi og bara almennt læsi þarf að vera gott við skóla lok. Eins finnst mér að það mætti grípa fyrr inn með að hjálpa til við læsi lesblindra, og hjálpa þeim fyrr til að lesa svo þeir standi ekki útundan. Annars eiga þeir erfiðara með að skilja hluti eins og fjármálalæsi eða umhvefirslæsi.

Menningarlæsi mætti kannski bæta við. En læsi á upplýsingar, miðla, tölvur osfrv verða afar mikilvægir hæfnisþættir. Læsi þarf líka að fela í sér gagnrýna hugsun, annar mikilvægur þáttur.

Læsi helst í hendur með framsögn sem má ekki gleyma að þjálfa. Sumir eru vel læsir en varla talandi. Kolbrún minnist á ljóðalestur. Það má efla framkomu og framsögn, að börnin efli sitt sjálfstraust við það að tala eða lesa fyrir framan aðra. Leiklestur og leikræn tjáning er gott tæki til þess. Einnig ræðuþjálfun og upplestur. Við getum jafnvel tekið upp íslenska keppni í að stafsetja (spelling bee).

Það er augljóst með umræðunni um fjármálalæsi að samfélagið kallar á nám sem undirbýr nemendur á miklu praktískari hátt en áður fyrir það að vera þegnar í íslensku samfélagi eða í öðrum löndum. Það er svo ótal margt sem ég þurfti að sitja undir í skólanum sem ég hafði engan áhuga á og hefur aldrei nýst mér fyrr eða síðar, og sömuleiðis óteljandi margt sem vildi óska að mér hefði verið kennt. Get ég fengið þessi 10 ár ævi minnar aftur?

Því að hvert og eitt okkar þarf að vera fært um að lesa til skilnings og hafa gaman að því. Byrja þarf alla lestrakennslu mjög snemma á uppvaxtarskeiði barnsins.

Hér færast menn mikið í fang og mögulega þarf að forgangsraða innan þessa kafla. Þá þarf að beina sjónum skólayfirvalda á einn þátt sem hér þyrfti að nefna og hafa ofarlega í forgangsröðinni, en það er flutningur talaðs máls. Hann þarf að þjálfa með upplestri, flutningi ljóða bæði af bók og utan bókar, grundvallaratriðum í því að flytja mál sitt, koma hugsunum sínum í orð. Í því sambandi þarf að efla kunnáttu kennara í íslensku talmáli og útbúa námsefni um framburð í íslensku talmáli.

Fjármálalæsi: Mikilvægt er að í því samhengi verði svokallað "fræðsluefni" frá fjármálafyrirtækjum og samtökum þeirra sniðgengið enda er það ekki fræðandi heldur forheimskandi. Fjármálalæsi á ekki snúast um að kenna börnum að taka lán og skuldsetja sig upp fyrir haus, heldur þvert á móti að forðast það. Einnig er afar mikilvægt að hugað sé sérstaklega að því að kenna börnum hvernig peningakerfið virkar í raun og veru, þvert gegn ríkjandi kenningum um það sem eru hugarsmíðar byggðar á sandi.

ekkert að því að auðga námið, brjóta upp hefðbundið og kanski það sem þeim finst vera úrelt nám með viðbótarkensluefni sem gefur börnunum hugmyndir um hvað þau erua ða fara að fást við og í hvaða samhengi þau munu tengja við það sem þau eru að læra við það sem þau munu líklega takast á við í framtíðinni

Læsi, í víðum skilningi, er grunnur að annari hæfni. Tölvu/forritunartungumalalæsi er krítiskt að efla fyrir komandi kynslóðir sem og fjármálalæsi. Lestur, skilningur og túlkun auðvitað líka.

Læsi hefst í móðurkviði. Fóstur heyrir hrynjanda í rödd móður sinnar og greinir hana frá öðrum hljóðum.

Læsi og góður máskilningur í víðum skilningi er undirstaða þess að geta tekið þátt í lífinu og samfélaginu

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information