Lýðræði

Lýðræði

Í lýðræði taka einstaklingar afstöðu til siðferðilegra álitamála og eru virkir í að móta samfélag sitt í námi og starfi. Viðhorf, gildi og siðferði eru ríkir þættir í lýðræðismenntun. Mannréttindi eru eitt af því fjölmarga sem börn og ungmenni þurfa að þekkja til að geta skilið heiminn í kringum sig og verið meðvituð um stöðu sína og annarra. Undir lýðræði og mannréttindi falla m.a. borgaravitund og virkni, að virða fjölbreytileikann, umburðalyndi, jafnrétti og nám fyrir bráðger börn.

Points

Þegar ég var í grunnskóla var okkur kennt að halda málfundi í bekknum. Þá var einn valinn fundarstjóri, annar ritari o.sv.frv. Svo máttum við biðja um orðið, koma upp að kennaraborðinu og útskýra okkar mál með rökum. Umræðuefnið gat verið hvað sem er. Niðurstaðan úr þessu var að við öll fengum þjálfun í að tala fyrir framan aðra, að koma fram, að tala hátt og skýrt, að vera ekki feimin, að standa við sín rök og vera fylgin sér, að þora og að hlusta á aðra. Það þarf að ala upp framtíðarleiðtoga!

Lýðræði og mannréttindi, að vísu tengd gildi, forðumst samt að blanda þeim saman. Bæði hliðstæð og andstæð. Hliðstæðan: Réttur til lýðræðislegrar þátttöku er þáttur þegnréttinda, sem eru náskyld mannréttindum (jafnvel undirflokkur þeirra). Andstæðan: Lýðræðið takmarkast af mannréttindum; enginn má beita lýðræðislegum áhrifum eða umboði til að ganga á mannréttindi annarra.

Það er ekki aðeins nóg að tryggja fræðslu um lýðræði í því starfi sem tilheyrir skóla- og frístundasviði heldur þarf einnig að tryggja lýðræðisleg vinnubrögð. Skv. barnasáttmála SÞ skal "...tryggja barni sem myndað getur eigin skoðanir rétt til að láta þær frjálslega í ljós í öllum málum sem það varða." Allt skipulag og framkvæmd skóla- og frístundamála í borginni varðar börnin sem nýta sér þjónustunna og því ber skapa vettvang á öllum starfstöðvum til að virða þennan lögbunda rétt barna.

Að virða fjölbreytileikann (ekki bara umbera) og ræða hann opinskátt er algjörlega nauðsynlegt. Íslenskt samfélag er ekki eins einsleitt og mörg okkar halda og nemendur úr jaðarsettum hópum standa oft verr að vígi, m.a. með tilliti til eineltis, þunglyndis og kvíða og geta þ.a.l. ekki einbeitt sér að náminu. Undir lýðræði, mannréttindi og jafnrétti skal fara hinseginfræðsla, kynjafræði, fötlunarfræði og fleira sem hjálpar nemendum að horfa gagnrýnt á samfélagið og gera það betra fyrir alla.

Skólakerfið á Íslandi er ekki lýðræðislegt, vegna þess að nemendur hafa ekkert val um það hvort þeir vilji taka þátt í því eða ekki. Sumir nemendur þjást alla sína skólagöngu, aðrir reyna bara að lifa hana af án þess að verða fyrir aðkasti kennara eða annarra nemenda. Ef skólakerfið væri raunverulega lýðræðislegt þá væri engin skólaskylda.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information