Battavöll við Húsaskóla

Battavöll við Húsaskóla

Það vantar nauðsynlega að laga lóð við Húsaskóla i Grafarvogi. Lóðin er illa hirt og m.a. er stór malbikaður fótboltavöllur við skólann sem gjarnan má, að hluta til, víkja fyrir battavelli. Það er nóg pláss til að setja battavöll og halda líka körfuboltavelli og það veit ég fyrir víst að nemendur Húsaskóla og börnin í hverfinu yrðu hæst ánægð ef þessi framkvæmd fengist í gegn.

Points

Yrði partu af því að taka lóðina við Húsaskóla í Grafarvogi í gegn, sá skóli hefur setið verulega eftir í framkvæmdum utandyra ef horft er til nágrannana í Foldaskóla svo ég tali nú ekki um Rimaskóla en lóðin þar er stórkostleg í samanburði við Húsaskólann. Þessi framkvæmd myndi örugglega fækka skiptunum sem börnin í hverfinu koma heim slösuð úr fótbolta af malbikinu við Húsaskóla og jafna aðstöðumun barnanna í hverfinu við börn í öðrum hverfum Grafarvogs.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information