Heilbrigði

Heilbrigði

Heilbrigði snýr að líkamlegri, andlegri og félagslegri líðan. Tengsl eru milli velsældar og heilbrigðis. Undir heilbrigði fellur m.a. líkamleg færni og vellíðan, kynheilbrigði, kynfræðsla, andleg og félagsleg vellíðan, velferð, lífsgleði, lífsleikni, íþróttir og skyndihjálp.

Points

Kynfræðslu þarf að stórbæta! Einnig þarf sterka meðvitund um hvaða gildum er komið á framfæri og hvernig heilbrigði er verið að sækjast eftir. Fituskömmun og gagnkynhneigðarhyggja ýta ekki undir heilbrigði. Það þarf að gera ráð fyrir fjölbreytileikanum í öllu starfi og hafa í huga að allir líkamar eru góðir líkamar.

Mikilvægt að hlúa vel að þessum þætti. Kenna þarf vel um heilbrigt mataræði og hreyfingu og hvað það gerir fyrir okkkur. Einnig þarf að tala um líðan og hvernig við getum brugðist við því þegar okkar okkur líður illa og hvað við getum þá gert til að láta okkur líða betur í eigin skinni.

Hér væri gagnlegt að bæta við einum þætti heilbrigðis, sem er mataræði. Nemendur og kennarar þurfa fræðslu um mataræði og matseld til að ná færni í þeim þáttum heilbrigðis sem byggja á mataræði. Það þarf að ræða siðferði matvælaframleiðslu og efnafræðina í framleiðslunni, t.d. óhollustuna sem stafar af aukaefnum í matvælum og hætturnar sem sykurneysla hefur í för með sér. Þá er mikilvægt að fjalla um umhverfisáhrif matvælaframleiðslu og neyslu, lífræna búskaparhætti og verksmiðjuframleiðslu.

bæta þarf skólamat verulega. Ef ekki verður gerð bragarbót í næringu leik- og grunnskólabarna fáum við heilbrigðiskerfisreikningi í hausinn innan tíðar og sá er ekki minni en kosnaður við að gefa börnum heilbrigða næringu strax í leikskóla.

Ég myndi vilja sjá innleiðingu á því að kenna skyndihjálp á markvissari hátt en gert hefur verið í skólum. Bendi á eftirfarandi kafla þar sem Evrópska endurlífgunarráðið hefur hvatt til þess að börnum sé kennt hjartahnoð og þau tilmæli hlotið náð Alþjóðarheilbrigiðismálastofnuna. https://www.resus.org.uk/statements/kids-save-lives-statement-has-been-endorsed-by-the-world-healt/

Líkamleg og andleg heilsa haldast í hendur og eru grunnur að lífsfærni. Almenn lífsgeta eykst ef þessum grunni er daglega haldið við. Heimildir: Mitt eigið líf.

Heilbrigði skiptir miklu máli. Ég sé þetta þannig að við höfum líkamlega heilsu og geðheilsu. Það þarf að hlú að báðum þessum þáttum. Það þarf að stórefla allt í sambandi við geðheilsuna. Því ef hún er slæm þá höfum við ekki mikið. Ég vil sjá krakka koma út úr grunnskóla með gleði í hjarta og að þau viti hver þau eru þó þau viti kannski ekki hvað þau vilja þá vil ég að þeim þykji vænt um sjálfa sig og beri sinn hag fyrir brjósti. Trúi á sjálf sig. Þau eru framtíðin. Skoða vel eineltisáætlanir.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information