Hundastæði líkt og hjóla eða bílastæði.

Hundastæði líkt og hjóla eða bílastæði.

Hundastæði líkt og hjóla eða bílastæði.

Points

Ég stunda mína líkamsrækt fótgangandi í félagskap við hund, ég stunda sjóstund og ég fer labbandi báðar leiðir þar er ekki gert ráð fyrir að maður sé með hund, nú mun ég væntanlega aka í Nautholsvík og labba þar í hring en geyma síðan hundinn í bílnum meðan ég fer í sjóbaðið. Flest erindi mín í banka, sund, verslanir osfrv. fer ég helst gangandi og aðstaða til hunda parkeringar eru æði misjöfn. Mér skilst að svona stæði séu í Danmörku og kanski víðar.

Í Danmörku þar sem svona fyrirbæri er útbreitt eru þetta ofast bara krókar í útveggi verslunar eða opinbers svæðis þar sem hundaeigendur geta skilið eftir dýr sitt í bandi. Þetta kostar lítið að framkvæma og er til hægðarauka fyrir alla aðila. Á viðheftu bloggi má svo sjá útgáfu sem er aðeins veglegri.

Við Snati sökknum þess heilmikið utan við 10-11, ísbúðina og bakaríið að hafa ekki tilbúinn krók fyrir hann á meðan ég fæ afgreiðslu. Það þarf að virkja flinkan blikkara til að búa svona til og ganga með í fyrirtæki til að selja þeim og setja upp. Það er síður að ég sakni þessa utan við sundlaugarnar - þá er Snati bara geymdur heima.

Hundaparkeingsplads að danskri fyrirmynd, frábært. Hver fær svo að þrífa hundskítinn, eða verður það bara líka gert með danskri fyrirmynd? Og hver ætlar að láta okkur hinum litla danska fána í té, að danskri fyrirmynd, þannig að við getum stungið litla danska fánanum í hundaskítinn, að danskri fyrirmynd. Þið sjáið þetta næst þegar þið farið til Danmerkur.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information