Bílastæði fyrir stærri ökutæki.

Bílastæði fyrir stærri ökutæki.

Það eru nánast engin bílastæði fyrir stærri ökutæki í Grafarvogi og mætti bæta úr því (reyndar víða annarsstaðar líka) t.d. voru stæði fyrir strætisvagna við spöngina sem að hætt var að nota og hefðu verið fín fyrir stærri ökutæki en þeim var lokað.

Points

Það er ekki hægt að leggja þessum bílum hvar sem er. Oft þarf að keyra langar leiðir eftir þessum ökutækjum og svo jafnvel aftur til baka sömu leið á þessum stóru ökutækjum. Þetta mun draga úr umferð á háannatíma á morgnana og seinni partinn. Þá lækkar kostnaður v. eldsneytis, slits á vegum, mengunar og annarra óþarfa töfum fyrir aðra ökumenn. Þeir sem að starfa við akstur stærri ökutækja geta þá frekar gengið eða hjólað í "vinnuna" í stað þess að þurfa að keyra einkabíla.

Með því að opna t.d. gamla strætóstæðið fyrir þessi ökutæki fækkar kannski þeim sem leggja meðfram Hallsvegi.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information